top of page

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ

Aðalmarkmið sálfræðimeðferðar er að auka lífsgæði einstaklinga. Það er framkvæmt með því að aðstoða skjólstæðing við að öðlast meiri skilning, betri stjórn á lífi sínu/aðstæðum og finna lausnir á vandamálum sem trufla í daglegu lífi.
Misjafnt er hversu langan tíma sálfræðimeðferð tekur.
Aðferðirnar sem eru notaðar í meðferðinni eru studdar af rannsóknum.

NETMEÐFERÐ

Meðferð án landamæra

Netmeðferð er leið til að veita þjónustu við sálrænan vanda með aðstoð rafrænna miðla. Kostir við netmeðferð eru margir:

Auðveldar aðgang. Margir búa á stöðum þar sem sérfræðingar eru ekki til staðar eða við aðstæður sem koma í veg fyrir að þeir komast til sérfræðings.

Aukin þægindi. Margir hafa mögulega tök á að taka sér hlé í vinnu til að sinna 45 mínútna netmeðferð en eiga erfiðara með að bæta þar við þeim tíma sem það tekur að koma sér til sérfræðings. Mörgum finnst þægilegt að vera í umhverfi sem þeir þekkja og líður vel í þegar þeir eru í meðferð.

Persónuvernd og nafnleynd. Mörgum finnst erfitt að leita sér hjálpar og sinna meðferð þar sem þeim finnst óþægilegt að fara á stofu sem er þekkt fyrir slíka aðstoð. Þeir óttast mat annara og sleppa því oft að leita sér aðstoðar. Netmeðferð kemur í veg fyrir slík óþægindi.

Rannsóknir hafa sýnt að netmeðferð skilar jafn góðum árangri og meðferð sem á sér stað á stofum.

Netmeðferð: About
bottom of page